Skip to main content

FOSA: Miskunnarlaus niðurskurður leiðir til byggðaröskunar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. okt 2010 17:46Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageFélag opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) telur fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til heilbrigðismála í fjórðungnum hættulegan byggðaþróun.

 

Þetta kemur fram í álytkun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. Þar segir:

„Fundarmenn mótmæla fyrirhuguðum miskunnarlausa niðurskurði á framlögum til heilbrigðisstofnana víða á landinu. Jafnframt bendir fundurinn á þá geigvænlegu byggðarröskun sem þetta hefði í för með sér, sem mundi bitna mest á þeim sem síst skyldi, og ógna um leið afkomu og félagslegu vistkerfi margra sveitarfélaga.“