Fótbolti: Þrettán mörk í tveimur leikjum FHL

Þrettán mörk voru skoruð í tveimur útileikjum FHL í Lengjubikar kvenna um helgina. Liðið náði í sitt fyrsta stig í keppninni í ár.

Fyrri leikurinn um helgina var gegn Gróttu á föstudag. Honum lauk með 2-2 jafntefli og náði FHL þar með í sitt fyrsta stig í keppninni í ár.

Björg Gunnlaugsdóttir kom FHL yfir á 17. mínútu en Grótta jafnaði á 52. mínútu. Hafdís Ágústsdóttir skoraði annað markið á 60. mínútu en Grótta jafnaði aftur á 71. mínútu.

Seinni leikurinn var gegn Grindavík, sem lék á heimavelli Leiknis Reykjavík. Jafnt var í hálfleik, 2-2 en þær Grindavíkurliðið skoraði þrjú mörk fyrri hluta seinni hálfleiks. Christa Björg Andrésdóttir og Björg Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk FHL og skiptu þeim báðar milli hálfleikja.

FHL er sem stendur neðst í B-deild Lengjubikars kvenna. Önnur austfirsk lið í keppninni voru í fríi um helgina en eiga leiki um næstu helgi.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.