Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð samþykktur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí var samþykktur á almennum félagsfundi flokksins á Eskifirði í gærkvöldi.
Prófkjör framboðsins fór fram þann 26. febrúar síðastliðinn en þar var kosið um fjögur efstu sætin og fékk uppstillingarnefnd það hlutverk að raða í sætin sem komu þar á eftir.
Framboðslistinn í heild sinni er svo:
1. Ragnar Sigurðsson, lögfræðingur, Reyðarfirði
2. Kristinn Þór Jónasson, verkstjóri, Eskifirði
3. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri, Eskifirði
4. Jóhanna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, Reyðarfirði
5. Heimir Snær Gylfason, framkvæmdastjóri, Norðfirði
6. Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari, Reyðarfirði
7. Guðbjörg Sandra Hjelm, kokkur, Fáskrúðsfirði
8. Benedikt Jónsson, starfsmaður Alcoa, Breiðdalsvík
9. Bryngeir Ágúst Margeirsson, verkamaður, Stöðvarfirði
10. Barbara Izabela Kubielas, aðstoðarverkstjóri hjá Launafl, Reyðarfirði
11. Ingi Steinn Freysteinsson, stöðvarstjóri, Reyðarfirði
12. Ingunn Eir Andrésdóttir, snyrtifræðingur, Eskifirði
13. Andri Gunnar Axelsson, nemi, Norðfirði
14. Eygerður Ósk Tómasdóttir, fíkniráðgjafi, Eskifirði
15. Guðjón Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri, Norðfirði
16. Sædís Eva Birgisdóttir, launafulltrúi, Eskifirði
17. Theodór Elvar Haraldsson, skipstjóri, Norðfirði
18. Árni Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði
Mynd: Frambjóðendurnir fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð í kosningunum í vor. Aðsend mynd