Framkvæmdastjóraskipti hjá Yggdrasil Carbon

Björgvin Stefán Pétursson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Yggdrasils Carbon ehf. (YGG) á næstunni. Leitað verður að nýjum framkvæmdastjóra í vetur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Björgvin Stefán hafi tekið við stöðunni árið 2021 og leitt fyrirtækið í gegnum miklar breytingar og áskoranir. Á hans starfstíma hefur félagið vaxið og orðið leiðandi á sínu sviði, í sölu kolefniseininga með skógrækt.

Björgvin Stefán tekur á næstunni við nýju starfi. Hann segir það mikil forréttindi að hafa fengið að leiða YGG og hann sé þakklátur fyrir tímann. „Ég er stoltur af því sem við höfum afrekað saman og hlakka til að fylgjast með framtíðarþróun fyrirtækisins.“

Leit er hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Reiknað er með að tilkynnti verði um hann í vetur. Þangað vil mun Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður, taka að sér helstu verkefni framkvæmdastjóra auk þess sem aðrir starfsmenn YGG taka ákveðin hlutverk að sér. „Það er missir af Björgvini Stefáni, sem hefur staðið sig mjög vel hjá YGG á miklum uppbyggingartíma. Við óskum honum alls hins besta í nýjum verkefnum,“ segir Hilmar.

YGG einbeitir sér að loftslags- og náttúruverkefnum með landnýtingu að leiðarljósi. Að sumrinu 2024 loknu hefur það ráðist í skógræktarverkefni um land allt sem munu gefa af sér um 500.000 vottaðar kolefniseiningar á líftíma þeirra, auk þess að taka þátt í þróunarverkefnum um endurheimt votlendis og jarðvegs. Hjá félaginu starfa fimm sérfræðingar á ársgrundvelli auk þess sem tugir verktaka koma að einstökum verkefnumfélagsins ár hvert.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.