Skip to main content

Framkvæmdir senn að hefjast við stækkun Dalborgar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. maí 2022 13:41Uppfært 04. maí 2022 13:42

Þetta er langþráð verkefni, sem því miður hefur dregist of lengi að byrja á af ýmsum ástæðum,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Skrifað hefur verið undir verksamning við Launafl ehf. um að hefjast handa við framkvæmdir á fyrsta hluta viðbyggingar á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. Hefja á verkið strax í næsta mánuði en þröngt hefur verið um nemendur og kennara í skólanum lengi.

Leikskólinn mun taka miklum breytingum í kjölfarið en hér er um að ræða nýja leikskólabyggingu og tengihús yfir í núverandi byggingu. Ný leikskólabygging verður með tvær leikskóladeildir hvor um sig með stórri leikstofu og tveimur hvíldar‐ og leikrýmum. Þar verður líka sameiginlegur salur, starfsmannaaðstaða og fatahengi starfsmanna, ræsting og skrifstofur auk yfirbyggðs útileikrýmis.

Mynd: Tölvuteikning af útliti Dalborgar þegar byggingaframkvæmdum verður lokið. Mynd Fjarðabyggð.