Skip to main content

Framsókn fékk flest atkvæði á Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. maí 2010 22:52Uppfært 08. jan 2016 19:21

Talningu atkvæða er lokið á Vopnafirði. Framsóknarflokkurinn fékk flest atkvæði þar og Félagshyggjufólk næstflest. Þessir tveir listar stóðu saman að framboði seinast og hafa verið með meirihluta.

 

vopnafjordur2010.jpgÚrslit eru sem hér segir:

B listi Framsóknarflokks, 172 atkvæði 37,2% og 3 menn kjörna.
D listi Sjálfstæðisflokks, 59 atkvæði 12,8% og 1 mann kjörinn.
K listi Félagshyggjufólks, 160 atkvæði 34,6% og 2 menn kjörna.
N listi Nýtt afl, 63 atkvæði 13,6% og 1 mann kjörinn.

Í seinustu kosningum fékk listi félagshyggjuflokks, sem einkum var  myndaður var af núverandi B og K listum, 54% atkvæða en N - listi Nýs afls, sem einkum tengdist núverandi N og D lista, 46%

Úrslitin benda því til að meirihlutinn bæti við sig um 16 prósentustigum og manni. Hvort það sé vísir að samstarfi kemur í ljós á næstu dögum.

Hreppsnefndarfulltrúar 2010-2014:

Þórunn Egilsdóttir (B)
Bárður Jónasson (B)
Fjóla Dögg Valsdóttir (B)
Ólafur K. Ármannsson (K)
Sigríður Elfa Konráðsdóttir (K)
Björn Hreinsson (D)
Guðrún Anna Guðnadóttir (N)