Framsóknarmenn á Seyðisfirði vilja að flokksfélagar þeirra í Reykjavík slíðri sverðin
Framsóknarfélag Seyðisfjarðar skorar á framsóknarmenn í Reykjavík að slíðra sverðin og taka höndum saman um að framfylgja stefnu flokksins í þágu þjóðarinnar í stað þess að vera í stöðugum erjum vegna meintra persónulegra hagsmuna.
Þetta segir í ályktun sem félagið samþykkti í gær.
Félagið mótmælir „harðlega ásökunum Guðmundar Steingrímssonar í garð forystu Framsóknarflokksins vegna lélegs árangurs á höfuðborgarsvæðinu og þá einkum í Reykjavík.“
Í ályktunni er ástæða fylgistapsins sögð vera sú að framsóknarmönnum í Reykjavík hafi ekki borið gæfa til að stara saman af heilindum eins og í öðrum flokksfélögum.