Framsóknarmenn á Seyðisfirði vilja að flokksfélagar þeirra í Reykjavík slíðri sverðin

ImageFramsóknarfélag Seyðisfjarðar skorar á framsóknarmenn í Reykjavík að slíðra sverðin og taka höndum saman um að framfylgja stefnu flokksins í þágu þjóðarinnar í stað þess að vera í stöðugum erjum vegna meintra persónulegra hagsmuna.

 

Þetta segir í ályktun sem félagið samþykkti í gær.

Félagið mótmælir „harðlega ásökunum Guðmundar Steingrímssonar í garð forystu Framsóknarflokksins vegna lélegs árangurs á höfuðborgarsvæðinu og þá einkum í Reykjavík.“

Í ályktunni er ástæða fylgistapsins sögð vera sú að framsóknarmönnum í Reykjavík hafi ekki borið gæfa til að stara saman af heilindum eins og í öðrum flokksfélögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.