Skip to main content

Framsóknarflokkurinn með mest fylgi á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. mar 2022 11:03Uppfært 04. mar 2022 11:04

Framsóknarflokkurinn fengi áberandi mest fylgi Austfirðinga ef kosið yrði til Alþingis um þessar mundir.


Þetta kemur fram í könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka í febrúar.

Þar eru svör brotin niður eftir landshlutum. Það skekkir hins vegar myndina að þau eru ekki brotin niður eftir kjördæmum.

Fylgi flokkanna er þó svipað á Norðurlandi, nema að fylgi VG og Viðreisnar eykst þar á kostnað Samfylkingar og Miðflokks.

Fylgi flokkanna á Austurlandi í könnun Maskínu.

Framsóknarflokkurinn 28,5%
Sjálfstæðisflokkurinn 16,7%
Samfylkingin 13,7%
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 11,2%
Píratar 7,9%
Miðflokkurinn 7,8%
Flokkur fólksins 6,4%
Sósíalistaflokkurinn 5,8%
Viðreisn 2,1%