Skip to main content

Frjálsíþróttir: Hafdís Anna í sínu fyrsta landsliðsverkefni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. júl 2025 11:00Uppfært 29. júl 2025 11:07

Hafdís Anna Svansdóttir frá Egilsstöðum tók um síðustu helgi þátt í fyrsta verkefni sínu með íslenska ungmennalandsliðinu í frjálsíþróttum þegar Norðurlandamót U-20 ára var haldið í Svíþjóð.


Hafdís Anna var valin í landsliðið fyrir árangur sinn í 400 metra hlaupi, en hún setti persónulegt met í síðasta mánuði þegar hún hljóp á 52,52 sek.

Hún náði glæsilegum árangri í Uppsala þegar hún bætti þennan árangur um 5/100 úr sekúndu. Hún varð áttunda í hlaupinu. Hafdís Anna æfir með Hetti en keppir á landsvísu undir merkjum UÍA.

Annar Egilsstaðabúi, Birna Jóna Sverrisdóttir, tók þátt í mótinu en hún æfir og keppir með ÍR. Hún á nokkur landsliðsverkefni að baki, meðal annars Norðurlandamótið í fyrra.

Hún tók þátt í sleggjukasti og kastaði 49,39 metra sem kom henni í sjötta sæti. Hún var nokkuð frá sínum besta árangri en lengsta kast hennar nú var þó þremur metrum lengra en á mótinu í fyrra.

Bæði Hafdís Anna og Birna Jóna verða meðal keppenda á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um næstu helgi.

Hjördís efst á verðlaunapalli á meistaramóti FRÍ í júní. Mynd: FRÍ/Hlín