Færsla Hringvegar verður skoðuð enn frekar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. júl 2010 19:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Vegagerðin skoðar hvort færa eigi þjóðveg númer eitt, Hringveginn, frá
Breiðdalsheiði og Skriðdal yfir á Suðurfjarðaleið og Fagradal. Bæjarráð
Fjarðabyggðar hvetur til þess en bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst gegn
því.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það hafa verið til skoðunar árum saman að færa Hringveginn yfir á firðina og það verði skoðað enn frekar í ljósi ályktunar sem bæjarráð Fjarðabyggð sendi nýverið frá sér og Agl.is greindi frá í vikunni.
Hann segir veginn um firðina fullnægja öllum kröfum sem gerðar séu til Hringvegarins enda sé fjölbreytni hans nokkuð mikil.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hvetur til enn frekari uppbyggingar á núverandi Hringvegi frekar en hann verði færður.