Ófært um flestalla fjallvegi

brimrun5_web.jpgAllir fjallvegir á Austurlandi, aðrir en Vopnafjarðarheiði, eru nú ófærir, flug liggur niðri og messum hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Ekki ert gert ráð fyrir að það gangi niður fyrr en í kvöld.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært fyrir Fagradal, Fjarðaheiði, Oddsskarð, Breiðdalsheiði, Öxi, Vatnsskarð og Hellisheiði og þungfært yfir Vopnafjarðarheiði. Flughált er á flestum leiðum út frá Egilsstöðum og hálkublettir á fjörðum en fært frá Fáskrúðsfirði og suður úr.

Allt flug innanlands liggur niðri. Helgihaldi í Hofteigi, á Reyðarfirði og Eskifirði í dag hefur verið aflýst og guðsþjónustu í Hjaltastaðakirkju frestað til 2. janúar.

Seinni partinn í gær hvessti, hlýnaði og fór að rigna. Veðurstofan spáir suðaustan 18-23 m/s á Austfjörðum í dag, rigningu og 3-8°C hita. Ekki er gert ráð fyrir að dragi úr rigningu og vindi fyrr en seint í kvöld og nótt. Spáð er hlýindum, 8-13°C á morgun en frosti aftur á þriðjudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.