Skip to main content

Fáskrúðsfirðingar þreyttir á krapaflóðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2011 17:50Uppfært 08. jan 2016 19:22

fjardabyggd_pult.jpgÍbúar á Fáskrúðsfirði segjast þreyttir á aðgerðaleysi sveitarfélagsins Fjarðabyggðar sem ekkert hafi gert til að sporna gegn krapa- og aurflóðum í bænum. Nokkurt tjón varð af slíkum flóðum á húsum og görðum við Skólabrekku fyrir skemmstu.

 

Austurglugginn hefur eftir Óskari Guðmundssyni, íbúa í götunni, að athygli bæjaryfirvalda á þessu árlega vandamáli og hættu hafi fyrst verið vakin árið 2006. Ekkert svar barst við því erindi og því var sent annað ári síðar. Því var svarað og taldi sveitarfélagið að búið væri að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir flóðin.

Enn á ný ritaði Óskar bréf, fyrir hönd íbúa, til bæjaryfirvalda árið 2008. Í lok þess fer hann fram á viðbrögð frá sveitarfélaginu og kynningu á aðgerðaáætlun. Hann segir ekkert hafa heyrst frá sveitarfélaginu síðan.