Fuglaflensa ekki í dauðum svartfuglum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. jan 2022 09:50 • Uppfært 31. jan 2022 09:52
Matvælastofnun segir að mikinn dauða svartfugla við strendur landsins í mánuðinum sé ekki rakin til fuglaflensu. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að í Evrópu geisar nú fuglaflensufaraldur í villtum fuglum og alifuglum með svipuðum þunga og undangengna vetur, nema að nú er gerðin H5N1 ríkjandi. Matvælastofnun fylgist grannt með stöðu og þróun faraldursins.
„Þeir sem halda alifugla þurfa aftur að búast við því að í vor þurfi að halda alifuglunum í lokuðu gerði undir þaki til að forða þeim frá hugsanlegu fuglaflensusmiti,“ segir í tilkynningunni.
Ennfemur segir að í lok síðasta árs kom upp skæð fuglaflensa af gerðinni H5N1 í litlum alifuglahópi á Nýfundnalandi í Austur-Kanada. Á svipuðum tíma, nálægt sýkta búinu, fannst sama veira í dauðum svartbaki. Í alþjóðlegri rannsóknarskýrslu sem birt var 13. janúar sl. kemur fram að erfðafræðilegar greiningar á veirunni benda til þess að hún hafi borist til Austur-Kanada frá Evrópu síðastliðið vor. Líklegast er að veiran hafi borist með farfuglum frá sýktum svæðum á meginlandi Evrópu um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið.
„Þeir sem halda alifugla þurfa aftur að búast við því að í vor þurfi að halda alifuglunum í lokuðu gerði undir þaki til að forða þeim frá hugsanlegu fuglaflensusmiti,“ segir í tilkynningunni.
Ennfemur segir að í lok síðasta árs kom upp skæð fuglaflensa af gerðinni H5N1 í litlum alifuglahópi á Nýfundnalandi í Austur-Kanada. Á svipuðum tíma, nálægt sýkta búinu, fannst sama veira í dauðum svartbaki. Í alþjóðlegri rannsóknarskýrslu sem birt var 13. janúar sl. kemur fram að erfðafræðilegar greiningar á veirunni benda til þess að hún hafi borist til Austur-Kanada frá Evrópu síðastliðið vor. Líklegast er að veiran hafi borist með farfuglum frá sýktum svæðum á meginlandi Evrópu um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið.