Skip to main content

Fullorðinn maður réðist á ungling

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. maí 2010 18:47Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fullorðinn karlmaður réðist á táningspilt á leiksvæði á Egilsstöðum um helgina. Árásin hefur verið kærð til lögreglu.

 

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá sýslumanninum á Seyðisfirði, sagði í samtali við agl.is að maðurinn hefði sparkað í strákinn. Hann staðfesti að maðurinn hefði verið með hafnaboltakylfu meðferðis en ekki notað hana.

Samkvæmt heimildum agl.is hafði piltinum lent saman við son mannsins sem brást við á þennan hátt.

Í dag var lögð fram formleg kæra í málinu. Lögreglan rannsakar málið.