Fundað um framtíð verndarsvæðisins norðan Dyrfjalla
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. apr 2023 09:32 • Uppfært 17. apr 2023 09:33
Sérstök stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð hefur verið í vinnslu um tíma en einn liður í því er íbúafundur sem haldinn verður síðar í dag.
Þar mæta til leiks sérfræðingar Umhverfisstofnunar, landeigendur á svæðinu auk fulltrúa frá Múlaþingi þar sem farið verður ofan í þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í aðdraganda friðlýsingar svæðisins og í saumana á hvaða tilgangi stjórnar- og verndaráætlun þjónar til framtíðar.
Fundargestum er frjálst að koma með hugmyndir og tillögur fyrir stefnumótunarhluta fundarins og í kjölfarið farið yfir þær hugmyndir. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Hjaltalundi, hefst klukkan 17 og er öllum opinn. Fundinum er einnig streymt á vef Múlaþings.