Skip to main content

Fundað um væntanlega stefnu í málefnum innflytjenda

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. mar 2024 14:34Uppfært 11. mar 2024 14:35

Félags- og vinumarkaðsráðuneytið stendur þessa dagana fyrir fundum um stefnu og framtíðarsýn í málefnum innflytjenda. Síðasti fundurinn í ferðinni verður haldinn á Egilsstöðum í dag.


Markmiðið með stefnunni og framtíðarsýninni er að fólk, sem sest að hér á landi, hafi tækifæri til inngildingar (e. inclusion) og virkrar þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði.

Í nóvember síðastliðnum var birt stöðumat í málaflokknum, svokölluð grænbók. Í grænbókinni er mat lagt á stöðuna í málefnum innflytjenda og flóttafólks hér á landi auk þess sem áskoranir og tækifæri eru greind til framtíðar.

Í framhaldinu verður unnin hvítbók sem mun fela í sér fyrstu drög að stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og eru samráðsfundirnir hluti af þeirri vinnu. Í kjölfarið verður unnin tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Á fundunum er stutt kynning á vinnunni og síðan unnið í vinnuhópum. Fundurinn í dag er haldinn á Hótel Héraði og hefst klukkan 17:00. Reiknað er með að hann verði búinn 19:00. Hann er túlkaður á bæði ensku og pólsku.