Fundað um væntanlega stefnu í málefnum innflytjenda

Félags- og vinumarkaðsráðuneytið stendur þessa dagana fyrir fundum um stefnu og framtíðarsýn í málefnum innflytjenda. Síðasti fundurinn í ferðinni verður haldinn á Egilsstöðum í dag.

Markmiðið með stefnunni og framtíðarsýninni er að fólk, sem sest að hér á landi, hafi tækifæri til inngildingar (e. inclusion) og virkrar þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði.

Í nóvember síðastliðnum var birt stöðumat í málaflokknum, svokölluð grænbók. Í grænbókinni er mat lagt á stöðuna í málefnum innflytjenda og flóttafólks hér á landi auk þess sem áskoranir og tækifæri eru greind til framtíðar.

Í framhaldinu verður unnin hvítbók sem mun fela í sér fyrstu drög að stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og eru samráðsfundirnir hluti af þeirri vinnu. Í kjölfarið verður unnin tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Á fundunum er stutt kynning á vinnunni og síðan unnið í vinnuhópum. Fundurinn í dag er haldinn á Hótel Héraði og hefst klukkan 17:00. Reiknað er með að hann verði búinn 19:00. Hann er túlkaður á bæði ensku og pólsku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.