Fundir um nýtt verkefni í öldrunarmálum

Kynningarfundir verða haldnir á Egilsstöðum og á Reyðarfirði um nýtt verkefni sem kallast „Gott að eldast.“ Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð eru þátttakendur í því frá byrjun.

Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta með sveitarfélögum í samþættingu þjónustu við eldri borgara. Verkefnið er að fara af stað og óskuðu bæði sveitarfélögin eftir því að taka þátt í því strax.

Í dag klukkan 17:00 verður opinn fundur á Egilsstöðum í Hamri, fundarsal á efstu hæð hjúkrunarheimilisins Dyngju. Á morgun, þriðjudag, verður sambærilegur fundur á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2 á Reyðarfirði klukkan 15:45. Streymi verður einnig í boði frá honum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.