Skip to main content

Fylgdarakstur um Fagradal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. mar 2023 14:08Uppfært 31. mar 2023 14:32

Vegurinn um Fagradal er lokaður en ákveðið hefur verið að hafa fylgdarakstur um hann frá Reyðarfirði klukkan 14:30. Mæting er við lokunarhlið. Fjöldi snjóflóða hefur fallið þar síðasta sólarhringinn.


Ákveðið var að fylgja ökutækjum yfir dalinn, meðal annars í tengslum við áætlunarflug. Farið verður til baka frá Egilsstöðum klukkan 15:00.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa mörg snjóflóð fallið á dalnum og tók drjúgan tíma að moka í gegn. Því verki er lokið.

Fjölmörg tæki eru hins vegar að störfum að dalnum núna við að reyna að moka út til að breikka leiðina. Snjóflóðahættan er talin liðin hjá en mikið vatn á ferðinni.

Ófært er enn um Vatnsskarð til Borgarfjarðar. Þar er mikill snjór og verið unnið að því að opna síðan í morgun.

Af Fagradal fyrr í vikunni. Mynd: Vegagerðin