Skip to main content

Fyrirlestri Dr. Viðars frestað: Víða vont veður á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. jan 2013 15:00Uppfært 08. jan 2016 19:23

egs_snjor_09062011_0002_web.jpg
Fyrirlestri Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður æskulýðsrannsókna meðal austfirskra ungmenna sem vera átti á Egilsstöðum í dag hefur verið frestað vegna ófærðar. Vonskuveður er víða í fjórðungnum í dag.

Fyrirlestrinum sem vera átti í Hlymsdölum klukkan 17:15 í dag hefur verið frestað til fimmtudagsins 14. febrúar. Nánari staðsetning verður staðfest síðar.

Ekkert hefur verið flogið á milli Egilsstaða og Reykjavíkur í dag. Ófært hefur verið til Seyðisfjarðar, yfir Oddsskarð og Möðrudalsöræfi og til Vopnafjarðar í dag. Hálka er á Fagradal.

Mikil slydduhríð hefur verið í fjórðungnum í dag. Spáð er norðanátt, 10-18 m/s fram á kvöld og áframhaldandi slyddu.