Fyrirlestri Dr. Viðars frestað: Víða vont veður á Austurlandi

egs_snjor_09062011_0002_web.jpg
Fyrirlestri Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður æskulýðsrannsókna meðal austfirskra ungmenna sem vera átti á Egilsstöðum í dag hefur verið frestað vegna ófærðar. Vonskuveður er víða í fjórðungnum í dag.

Fyrirlestrinum sem vera átti í Hlymsdölum klukkan 17:15 í dag hefur verið frestað til fimmtudagsins 14. febrúar. Nánari staðsetning verður staðfest síðar.

Ekkert hefur verið flogið á milli Egilsstaða og Reykjavíkur í dag. Ófært hefur verið til Seyðisfjarðar, yfir Oddsskarð og Möðrudalsöræfi og til Vopnafjarðar í dag. Hálka er á Fagradal.

Mikil slydduhríð hefur verið í fjórðungnum í dag. Spáð er norðanátt, 10-18 m/s fram á kvöld og áframhaldandi slyddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.