Skip to main content

Fyrrum forstjóri Fjarðaáls tekur við forstjórastöðu hjá RARIK ohf.

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. mar 2022 13:29Uppfært 25. mar 2022 13:30

Magnús Þór Ásmundsson, fyrrum forstjóri Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði, hefur verið ráðinn forstjóri RARIK ohf.

Magnús tekur við nýju starfi þann 1. maí en hann hefur síðustu tvö ár eða svo verið forstjóri Faxaflóahafna sf. Fyrir þann tíma starfaði hann sem forstjóri Alcoa-Fjarðaáls um átta ára skeið og alls í ellefu ár hjá því fyrirtæki. Þar áður var Magnús framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel.

Magnús er einn þeirra sem kom að stofnun Vök Baths við Urriðavatn og situr þar í stjórn. Hann hefur þess utan setið í stjórnum Viðskiptaráðs, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans.