Skip to main content

Fyrsta næturfrostið framundan á Austurlandi þetta haustið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. sep 2023 13:36Uppfært 08. sep 2023 13:43

Tveggja stafa hitatölur munu frá og með sunnudeginum að mestu heyra sögunni til þetta sumarið á Austurlandi samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Næturfrost mun mælast á stöku stöðum strax aðfararnótt þriðjudags.

Ef spár Veðurstofu Íslands raungerast er haustið að koma fyrir alvöru strax í byrjun næstu viku. Strax á sunnudag mun kólna duglega frá því sem verið hefur og langt fram eftir næstu viku munu hitatölur aðeins ná sjö til níu stigum eða svo.

Aðfararnótt þriðjudags mun hitastig víða á láglendi detta niður í frostmark eins og sést á meðfylgjandi skjáskoti af spá Veðurstofunnar aðfararnótt þriðjudags.

Næturfrost þýðir jafnframt að það eru að verða síðustu forvöð fyrir áhugasama að komast í berjamó en töluverð berjaspretta er víða á Austurlandi þó stærð berjanna á þessu stigi þyki almennt ekki merkileg. Það sagt helgast fyrst og fremst af mjög köldum júlímánuði af þeim er til þekkja.