Skip to main content

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. maí 2010 10:30Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands á þessu sumri, National Geographic Explorer, lagðist að bryggju í Gleðivík við Djúpavog í síðustu viku.

skemmtiferdaskip_djupivogur.jpgSkemmtiferðaskipið National Geographic Explorer var á Djúpavogi þriðjudaginn 18. maí síðastliðinn, daginn áður en skemmtiferðaskipið Athena lagðist að á Seyðisfirði. Skipið lagðist að í Gleðivík klukkan 07:00 að íslenskum tíma og fór héðan um klukkan 20:00 um kvöldið. Skipið er 6471 brúttótonn og tekur 148 farþega. Flestir farþeganna fóru í skipulagðar ferðir í Jökulsárlón og á Vatnajökull, einnig fóru fjölmargir út í Papey.  Von er á skipinu aftur til Djúpavogs 1. júní næstkomandi.

Ámyndinni sést skipið National Geographic Explorer við bryggju í Gleðivík og í forgrunni er hluti af listaverki Sigurðar Guðmundssonar myndlistamanns, Eggin í Gleðivík, sem staðsett er við höfnina Gleðivík, en Sigurður á hús á Djúpavogi og dvelur þar hluta úr árinu.