Fyrsti þyrluskíðahópurinn til Vopnafjarðar

Fyrsti hópurinn sem dvelur í veiðihúsunum í Vopnafirði og gerir þaðan út í fjallaskíðamennsku er nýfarinn þaðan. Framkvæmdastjóri Six Rivers segir ferðina hafa lukkast vel enda aðstæður góðar í austfirsku fjöllunum.

„Við höfum verið að skoða möguleika í vetrarferðamennsku með nýju veiðihúsin okkar í huga.

„Heli skiing“ er vinsælt og við teljum okkur hafa allt á svæðinu sem þarf til þess. Um síðustu helgi kom til okkar hópur í gegnum Viking Heli Skiing og dvaldi í veiðihúsinu við Selá,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers.

Í þessari tegund skíðaiðkunar er skíðafólkið flutt upp í fjöllin með þyrlu og það skíðar síðan niður hlíðarnar á sínum forsendum. Gísli segir einnig vera horft til „skinning“ þar sem skinn eru sett neðan í skíði og gengið á þeim upp í mót áður en fólk rennir sér niður.

Gísli segir aðstæður eystra hafa verið góðar síðustu daga og því hafi hópurinn farið ánægður heim. „Hópurinn var í Smjörfjöllum allan daginn í gær. Svæðið er annars tiltölulega ókannað en aðstaðan í fjöllunum virðist góð. Fjöllin fyrir ofan Borgarfjörð eystra þykja til dæmis spennandi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.