Fyrstu lundar ársins komið sér fyrir í Hafnarhólma

Það greypt almennt í þjóðarsálina að heiðlóan sé hinn sanni vorboði ár hvert en ófáir Austfirðingar telja þó að lundinn sé ekki síðri boðberi betri og hlýrri tíðar. Fyrstu lundarnir komu sér einmitt fyrir í Hafnarhólma á Borgarfirðri eystri um kvöldmatarleytið í gær.

Það staðfestir Dagur Skírnir Óðinsson sem tók meðfylgjandi mynd af fyrstu fuglunum um klukkan 19 í gær. Dagur hafði kannað málið aðeins tveimur klukkustundum fyrr en þá voru engir fuglar sjáanlegir í hólmanum fræga.

Aðspurður segir Dagur að fuglarnir hafi ekki borið þess nein sérstök merki að vera þreyttir heldur þvert á móti nokkuð sprækir miðað við langt ferðalagið í Borgarfjörðinn.

Fuglarnir nú koma um svipað leyti og hin síðustu ár. Frá árinu 2016 hefur sést til fyrstu fuglanna í hólmanum frá 7. apríl til þess 12. þó ekki sé óalgengt að þeirra verði vart á sjónum í firðinum aðeins fyrr.

Eftir því sem næst verður komist hefur lóunnar sjálfrar ekki orðið enn vart austanlands þegar þetta er skrifað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.