Gæta þarf að við Stórurð og Helgustaðarnámu

Heildareinkunn Stórurðar í Dyrfjöllum, Teigarhorns á Djúpavogi og Helgustaðarnámu í Reyðarfirði lækkar milli ára samkvæmt árlegri ástandsskoðun Umhverfisstofnunar (UST) sem birt var nýverið fyrir síðasta ár. Þar er almennt ástand vinsælla ferðamannastaða innan friðlýstra svæða mælt og metið samkvæmt ýmsum stöðlum.

Í mælingum UST eru einir átta staðir innan friðlýstra svæði á Austurlandi í umsjón stofnunarinnar teknir út en þetta er sjöunda árið sem það er gert. Hugmyndin er að fá raunverulega yfirsýn um hvort ágengni ferðafólks geti verið of mikil á hverjum stað fyrir sig og hvort grípa þurfti til sértækra aðgerða. Í verstu tilfellunum fá staðirnir rauða spjaldið ef þeir eru beinlínis í mikilli hættu en appelsínugult spjald ef hætta er á ferðum sé ekki gripið til aðgerða. Stofnunin horfir þar sérstaklega til þriggja þátta: skipulags, innviða og verðmæta svæðisins og gefur sérstakar einkunnir frá 0 til 10. Allir staðir með einkunn undir fimm eru í mikilli hættu að tapa verndargildi sínu meðan hætta er á ferðum ef einkunnagjöfin er undir sex.

Engir austfirsku staðanna er nálægt því að komast á hættustig nema Stórurðin en meðaleinkunn bæði Teigarhorns og Helgustaðarnámu fellur þó milli ára. Allra mest er fallið við Stórurð en meðaleinkunn þess staðar er nálægt hættumarki með 6,07 í einkunn. UST hefur nú þegar sett fram drög að betri verndun Stórurðar sem er heimsótt af 50 til 60 þúsund manns árlega samkvæmt úttektinni. Aðgengi að Helgustaðarnámu hefur jafnframt verið bætt til muna síðustu misserin. Aðrir staðir austanlands: Álfaborg í Borgarfirði, Blábjörg í Berufirði, Hólmanesið, fólkvangur Neskaupstaðar, Teigarhorn og gönguleiðin að Snæfelli eru í ágætum málum að svo stöddu Allir þeir staðir yfir 8 í einkunn nema Teigarhorn á Djúpavogi sem fellur milli ára.

Hin merkilega Helgustaðarnáma í Reyðarfirði fyrir löngu komin á kort ferðafólks. Þarft er að mati Umhverfisstofnunar að koma þar upp húsi fyrir landvörð, bæta aðgengi að salerni á staðnum og setja öryggisgirðingu fyrir ofan gömlu námuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.