Gáfu fjórar milljónir í söfnun vegna snjóflóðanna í Neskaupstað

Stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) hefur látið fjórar milljónir króna af hendi rakna í söfnunarsjóð Rótarýklúbbs Neskaupstaðar vegna snjóflóðanna sem tjóni ollu í lok mars.

Þetta ákvað stjórn SÚN fyrr í vikunni en undanfarið hefur Rótarýklúbburinn staðið fyrir fjársöfnun til að létta undir með þeim íbúum er fyrir tjóni urðu í flóðunum í ofanálag við andlegan harm. Fram hefur komið að Ofanflóðasjóður bætir ekki allt tjón sem snjóflóð valda heldur takmarkast bætur við fasteignir og innbú og eigin áhætta eigenda er talsverð. Alls hefur sjóðurinn metið tjónið í Neskaupstað kringum 150 milljónir króna alls.

Að sögn Guðmundar Höskuldssonar, forseta Rótarýklúbbsins, hefur söfnunin gengið vel og þakkaði hann SÚN rausnarlegan styrk. Fyrir sitt leyti hvetur stjórn SÚN fyrirtæki að leggja söfnuninni lið.

Styrktarreikningurinn er í Sparisjóði Austurlands, kennitala 550579-1979, reikningur 1106-05-250199

Jón Már Jónsson og Smári Geirsson frá SÚN afhentu Guðmundi Höskuldssyni styrkinn sem var vel þeginn. Mynd SÚN.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.