Skip to main content

Gagnrýna þekkingarleysi á réttindum barna í Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. okt 2023 14:40Uppfært 27. okt 2023 09:54

Komið hefur í ljós að þekkingu starfsfólks Vopnafjarðarhrepps á réttindum barna og unglinga er ábótavant og hefur af því tilefni ungmennaráð sveitarfélagsins óskað eftir að starfsfólkið fái sérstaka kynningu á þeim réttindum.

Ungmennaráðið fundaði fyrsta sinni í vetur fyrr í vikunni þar sem þessi krafa var bókuð. Undanfari þessa var sérstök könnun á réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum sem send var á allt starfsfólks hreppsins fyrir ári síðan og alla nemendur í 5. til 10. bekk Vopnafjarðarskóla nýverið. Fyrri könnunin kom ekki vel út að mati ungmennaráðsins.

Vopnafjörður hefur unnið að því um skeið að komist í hóp Barnvænna sveitarfélaga og voru báðar kannanir hluti af þeirri vinnu. Barnvæn sveitarfélög er angi af Barnvænu Íslandi, verkefni á vegum stjórnvalda. Með því skal tryggja innleiðingu Barnasáttmálans hjá öllum sveitarfélögum landsins en sáttmálinn tiltekur öll þau mannréttindi sem sérstaklega snúa að börnum og unglingum.