Skip to main content

Ganga og fundur til að sýna samstöðu með Palestínu á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2024 14:33Uppfært 06. feb 2024 14:33

Á sjötta tug manns tóku þátt í göngu og fundi sem haldin voru á Egilsstöðum á laugardag til að sýna samstöðu með kröfunni um frið milli Palestínu og Ísraels.


Samstöðufundir hafa verið haldnir síðustu vikur í Reykjavík og víðar um landið en þangað hefur verið langt að sækja fyrir Austfirðinga sem skipulögðu þess vegna sinn eigin fund.

Hópurinn safnaðist saman við Egilsstaðakirkju og gekk þaðan í gegnum bæinn niður að Tehúsinu þar sem fundurinn sjálfur var haldinn. Þar voru fluttar ræður og tónlistaratriði.

Árni Friðriksson, einn skipuleggjenda og ræðumanna, sagði þörfina á slíkum fundi skapast því að á Gaza væri framið þjóðarmorð á Palestínumönnum sem íslensk stjórnvöld ættu erfitt með að viðurkenna.

Þau hefðu að auki tregast við að hjálpa palestínskum börnum sem ættu sannarlega rétt á að koma til Íslands á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Mynd: Aðsend