Gauti næsti sveitarstjóri á Djúpavogi
Gauti Jóhannesson verður að öllu óbreyttu næsti sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Ekki hefur verið gengið á ráðningunni en það verður að líkindum gert á næstu dögum.
Þetta staðfesti Andrés Skúlason, oddviti Nýlistans sem var eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Djúpavogshreppi, í svari við fyrirspurn Agl.is. Samkvæmt stefnuskrá listans var Gauti sveitarstjóraefnið en Björn Hafþór Guðmundsson, sem verið hefur sveitarstjóri Djúpavogshrepps undanfarin átta ár, gaf ekki kost á sér áfram.
Gauti, sem er fæddur Hornfirðingur, var skólastjóri á Djúpavogi 2001-5, starfaði fyrir Icelandic Group frá 2005, þar af einn vetur í Kína. Frá seinasta hausti hefur hann kennt við Grunnskóla Djúpavogs.