Geðrannsókn og lengra gæsluvarðhald grunaðs vegna andláts hjóna í Neskaupstað

Dómari hefur fallist á báðar þær kröfur lögreglustjórans á Austurlandi þess efnis að sá sem er grunaður um aðild að andláti hjóna í Neskaupstað í síðustu viku verði lengur í gæsluvarðhaldi og að fram fari geðrannsókn á viðkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins en þar kemur einnig fram að allri rannsókn málsins miði vel. Þar um að ræða ýmis konar gagnaöflun og úrvinnslu þeirra gagna sem fram hafa komið. Þar á meðal ýmis konar rafræn gögn sem rannsakendur fara nú ítarlega yfir.

Sá grunaði var handtekinn þann 22. ágúst síðastliðinn í Reykjavík skömmu eftir að lögreglu á Austurlandi var tilkynnt um tvo látna einstaklinga í íbúðarhúsi í Neskaupstað en allar aðstæður þar bentu til saknæms athæfis. Samkvæmt upplýsingum lögreglu þá tengist sá grunaði þeim látnu ekki nánum fjölskylduböndum.

Lögregla gefur ekki upp neinar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.