Gefa út framkvæmdaleyfi fyrir nýjan göngustíg að Gufufossi
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar, að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Seyðisfirði og að hinum vinsæla Gufufossi.
Ráðgjafastofan COWI hefur unnið teikningar að göngustígnum nýja og fátt því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir þegar og ef Minjastofnun gerir engar athugasemdir. Nýi stígurinn fylgir núverandi stíg að einhverju leyti en verður styttri og minna á fótinn en stígurinn sem hefur verið til staðar lengi en sá er illa nýttur af ferðafólki.
Það einmitt mikil umferð gangandi ferðafólks úr bænum að fossinum sem vakið hefur áhyggjur um langt skeið en þeir margir, sérstaklega farþegar skemmtiferðaskipa, kjósa að ganga þá leiðina í vegkanti Seyðisfjarðarvegar en þar er umferð jafnan mikil. Hafa áform um lagningu nýs stígs tafist nokkuð vegna skipulagsbreytinga vegna Fjarðarheiðarganga.
Gufufoss einn af fjölmörgum náttúruperlum Seyðisfjarðar en ferðafólk velur gjarnan að ganga stystu leið að fossinum í vegkanti í stað þess að nota núverandi stíg sem er öllu lengri. Það stendur til bóta með nýjum stíg úr bænum.