Gengið formlegu frá framsali Angró til Tækniminjasafnsins

Múlaþing hefur með formlegum hætti framselt allt nýtilegt byggingarefni úr hinu sögufræga Angró-húsi á Seyðisfirði til Tækniminjasafnsins en til stendur að endurreisa það á nýju safnasvæði í framtíðinni.

Frá þessu var gengið seint í síðasta mánuði en auk byggingarefnisins sjálfs fær safnið það sem eftir stendur af tryggingabótum vegna tjóns þess sem varð á Angró bæði í skriðuföllunum 2021 og í miklu óveðri snemma hausts 2022. Alls numu tryggingabætur upphaflega tæplega 33 milljónum króna en Múlaþing hafði þegar notað um 10 milljónir króna af því vegna hreinsunar og frágangs. Mun Tækniminjasafnið því hafa handbærar um 21 milljón til endurbyggingar hússins þegar þar að kemur.

Saga Angró er samofin sögu Seyðisfjarðar. Húsið var byggt 1880 af Otto Wathne og þar fór lengi fram síldarverkun auk þess sem innandyra var að auki almenn verslun og íbúð að auki. Breski herinn hafði aðstöðu í Angró um nokkurra ára skeið yfir hernámstímann en síðan þá hefur húsið hýst meðal annars netagerð, og ölstofu áður en Tækniminjasafnið fékk afnot af því sem geymslu- og sýningarhúsnæði.

Mynd Helga Haraldssonar af Angró eftir að féll saman í miklu óveðri í september 2022. Allt nýtilegt efni úr húsinu var í kjölfarið fjarlægt og verður notað við endurbyggingu hússins þegar þar að kemur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.