Skip to main content

Gerir könnun á viðhorfi íbúa til heimastjórna Múlaþings

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. jún 2025 11:36Uppfært 30. jún 2025 12:04

Hver er skoðun íbúa gagnvart heimastjórnum þeim er komið var á fót við sameiningu nokkurra hreppa í Múlaþing fyrir fáeinum árum síðan er tilgangur meistararannsóknar sem nú er unnið að.

Það er Steinunn Ása Sigurðardóttir, nemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni undir leiðsögn Evu Marínar Hlynsdóttur en Múlaþing varð fyrsta sveitarfélagið í landinu til að hafa heimastjórnir í stigskiptri stjórnsýslu. Hluti þeirrar rannsóknar er að leita álits íbúa á hvernig til hafi tekist að þeirra mati með þær fjóru heimastjórnir sem settar voru á laggirnar til að stytta boðleiðir og auka áhrif íbúa í afar víðfemu sveitarfélagi.

„Þess vegna er ég að leita til íbúanna með sérstakri netkönnun til að fá þeirra álit. Meistararitgerðin snýst um fjölkjarna sveitarfélög og meðal annars ber ég saman heimastjórnarfyrirkomulagið í Múlaþingi og hverfisráðin í Ísafjarðarbæ. Það væri afskaplega gaman að fá álit sem flestra á þessu fyrirkomulagi.“

Önnur könnun svipaðs eðlis hvers niðurstöður voru birtar fyrir ári sýndu að rúmlega 47% svarenda í Múlaþingi töldu heimastjórnarkerfið hjálpa við að taka beinan þátt í ákvörðunum er snertu þeirra nærumhverfi.

Könnunin nú tekur um tíu mínútur í heild segir Steinunn en hana má finna hér fyrir áhugasama.

Djúpavogur státar af sinni eigin heimastjórn innan Múlaþings eins og Seyðis- og Borgarfjörður og Fljótsdalshérað.