Skip to main content

Gert ráð fyrir 20 stiga hita áfram næstu daga

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. maí 2023 08:49Uppfært 30. maí 2023 09:16

Veðurstofa Íslands spáir upp undir 20 stiga hita á Austurlandi eins langt og spár teljast marktækar, jafnvel lengur.


Hitinn á Eskifirði framan að nóttu var 18-19 gráður sem gefur tóninn fyrir daginn. Búið er við 17-18 gráðum víða um Austurland eftir hádegi í dag. Í dag verður þó allhvasst, eins og víða annars staðar á landinu. Rykmistur liggur yfir Héraði.

Á morgun lægir vind hins vegar og þá er gert ráð fyrir um 20 stiga hita og sól. Sá hiti helst áfram á fimmtudag og föstudag þótt þá verð væntanlega skýjað.

Spáin fyrir helgina er sömuleiðis ágæt, þótt hún sé ekki jafn marktæk. Þó eru einhverjar líkur á skúrum út við ströndina þegar líður á vikuna.