Skip to main content

Geta aftur drukkið vatn úr krana

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. júl 2010 17:35Uppfært 08. jan 2016 19:21

skrida_bulandsa__2_.jpgÍbúar Djúpavogs geta á ný drukkið rennandi vatn. Starfsmönnum hreppsins tókst í gær að gera við skemmdir sem urðu á vatnsveitunni fyrir helgi þegar aurskriða féll á hana. Sveitarstjórinn segir skemmdirnar umtalsverðar.

 

Skriðan féll á veituna í Búlandsdal aðfaranótt föstudags. Í kjölfarið var þeim tilmælum beint til íbúa á Djúpavogi að þeir syðu neysluvatn eða neyttu flöskuvatns. Starfsmenn hreppsins unnu sleitulaust að viðgerðum um helgina en drykkjarvatnið komst í gær.

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, sagði í samtali við Agl.is í dag að skemmdirnar séu "umtalsverðar". Umfang þeirra hefur ekki verið metið nákvæmlega.