Geta aftur drukkið vatn úr krana

skrida_bulandsa__2_.jpgÍbúar Djúpavogs geta á ný drukkið rennandi vatn. Starfsmönnum hreppsins tókst í gær að gera við skemmdir sem urðu á vatnsveitunni fyrir helgi þegar aurskriða féll á hana. Sveitarstjórinn segir skemmdirnar umtalsverðar.

 

Skriðan féll á veituna í Búlandsdal aðfaranótt föstudags. Í kjölfarið var þeim tilmælum beint til íbúa á Djúpavogi að þeir syðu neysluvatn eða neyttu flöskuvatns. Starfsmenn hreppsins unnu sleitulaust að viðgerðum um helgina en drykkjarvatnið komst í gær.

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, sagði í samtali við Agl.is í dag að skemmdirnar séu "umtalsverðar". Umfang þeirra hefur ekki verið metið nákvæmlega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.