Gissur á Eiðum elstur íslenskra karla

gissur_erlingsson.jpg
Gissur Ó. Erlingsson, fyrrverandi loftskeytamaður og umdæmisstjóri Pósts og síma, hélt upp á 104 ára afmæli sitt í dag. Hann er fimmti elsti núlifandi Íslendinga og elsti karlinn.

Frá þessu er greint á Langlífi sem haldið er úti á Facebook. Gissur fæddist í Brúnavík í Borgarfirði eystra 21. mars árið 1909. Hann bjó lengst af sinni ævi og starfaði á Eiðum.

Gissur býr í dag í Seljahlíð í Reykjavík. Í frétt Langlífis kemur fram að minnið sé gott en heyrnin farin að daprast.

Gissur, sem er löggiltur skjalaþýðandi, hefur þýtt 160 bækur og á um 150 afkomendur. Ættliðirnir í karllegginn eru orðnir sex talsins. Meðal afkomenda hans má nefna Kristján Gissurarson, organista á Eiðum, Didda fiðlu (Sigurð Rúnar Jónsson) og son hans Ólaf Kjartan Sigurðarson, stórsöngvara.

Tæp 85 ár eru síðan hann lauk stúdentsprófi, sem er Íslandsmet. Gissur stofnaði tvo golfklúbba og lék golf fram yfir nírætt. Hann var umdæmisstjóri Rotary á Íslandi í eitt ár.

Mynd: Langlífi/Tómas Jónasson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.