Glöggva sig á íbúðaþörf eldri borgara í Fjarðabyggð með spurningarlista
Með haustinu munu eldri borgarar í Fjarðabyggð fá sendan spurningarlista frá sveitarfélaginu en hugmyndin er að með svörum þeirra íbúa megi fá glögga mynd af þörfinni fyrir auknu og fjölbreyttara úrvali íbúða fyrir þennan aldurshóp næstu ár og áratugi.
Staðan í Fjarðabyggð ekki ósvipuð stöðunni í mörgum öðrum sveitarfélögum landsins þar sem margt eldra fólk vill gjarnan minnka við sig en ekki síður komast í meiri nálægð við ýmsa þá þjónustu sem eldri borgarar þurfa meira á að halda en aðrir.
Það vandasamt því smærri íbúðir, parhús eða jafnvel fjölbýli helguð eldri borgurum miðsvæðis í bæjarkjörnum eru yfirleitt af skornum skammti og í sumum sveitarfélögum alls ekkert í boði. Það meðal annars ástæða þess að eldri borgarar á Héraði stofnuðu fyrir fáeinum árum sitt eigið byggingafélag til að byggja íbúðir fyrir þennan aldurshóp í hjarta Egilsstaða.
Vandi þessi margþættur en endurspeglast mikið til í minnisblaði sem Öldungaráð Fjarðabyggðar sendi bæjarráði fyrir réttu ári síðan. Þar kemur fram að:
„[...] mikil þörf er á að auka framboð á íbúðum í sveitarfélaginu fyrir eldra fólk til að geta flutt í minna og hentugra húsnæði á efri árum. Mikilvægt er að eldra fólk hafi bæði val um að leigja húsnæði og kaupa. [...} Gæta þarf hófsemi á verðlagningu íbúða bæði til kaups og leigu en það sem meðal annars hefur áhrif á það að fólk er síður að minnka við sig húsnæði er hátt fasteignaverð. Fólk er að fá minna fyrir eignir sínar en það þarf að leggja út fyrir nýjum og vill síður skuldsetja sig á efri árum.“
Íslenska þjóðin í heild er að eldast og Austfirðingar ekkert síður en aðrir. Það kallar á að sveitarfélög eigi framtíðaráætlanir um hvernig best skal mæta þeim aukna fjölda. Mynd:Aðsend