Gömlu kaupfélagsskrifstofurnar seldar

egilsstadir.jpgHúsnæðið sem áður hýsti skrifstofur Kaupfélags Héraðsbúa og byggingavörudeild hefur verið selt. Fleiri eignir í miðbæ Egilsstaða hafa selst undanfarið. Viðskiptin eru merki um að líf sé að færast í svæðið á ný en áform um nýjan miðbæ hafa að mestu legið í salti eftir kreppuna.

 

Frá þessu er greint í Austurglugganum.

Það voru félög í eigu Kristófers Ragnarssonar og Halldórs Halldórssonar sem keyptu kaupfélagshúsið sem stendur að Kaupvangi 6. Þeir stefna að því að opna þar nýja útivistar- og íþróttavöruverslun en Kristófer stofnaði á sínum tíma Austfirsku alpana.

Aðra hluta hússins er áformað að leigja út. Það hefur að mestu staðið autt seinustu misseri en Vinnueftirlit ríkisins er þar þó með aðstöðu.

Nokkrar vikur eru síðan jarðhæðin að Miðvangi 6, gegnt Hótel Héraði seldist og svæðið að Kaupvangi 10 þar sem tjaldsvæði Egilsstaða var áður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.