Gömlu kaupfélagsskrifstofurnar seldar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. maí 2011 22:33 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Húsnæðið sem áður hýsti skrifstofur Kaupfélags Héraðsbúa og
byggingavörudeild hefur verið selt. Fleiri eignir í miðbæ Egilsstaða
hafa selst undanfarið. Viðskiptin eru merki um að líf sé að færast í
svæðið á ný en áform um nýjan miðbæ hafa að mestu legið í salti eftir
kreppuna.
Frá þessu er greint í Austurglugganum.
Það voru félög í eigu Kristófers Ragnarssonar og Halldórs Halldórssonar sem keyptu kaupfélagshúsið sem stendur að Kaupvangi 6. Þeir stefna að því að opna þar nýja útivistar- og íþróttavöruverslun en Kristófer stofnaði á sínum tíma Austfirsku alpana.
Aðra hluta hússins er áformað að leigja út. Það hefur að mestu staðið autt seinustu misseri en Vinnueftirlit ríkisins er þar þó með aðstöðu.
Nokkrar vikur eru síðan jarðhæðin að Miðvangi 6, gegnt Hótel Héraði seldist og svæðið að Kaupvangi 10 þar sem tjaldsvæði Egilsstaða var áður.
Það voru félög í eigu Kristófers Ragnarssonar og Halldórs Halldórssonar sem keyptu kaupfélagshúsið sem stendur að Kaupvangi 6. Þeir stefna að því að opna þar nýja útivistar- og íþróttavöruverslun en Kristófer stofnaði á sínum tíma Austfirsku alpana.
Aðra hluta hússins er áformað að leigja út. Það hefur að mestu staðið autt seinustu misseri en Vinnueftirlit ríkisins er þar þó með aðstöðu.
Nokkrar vikur eru síðan jarðhæðin að Miðvangi 6, gegnt Hótel Héraði seldist og svæðið að Kaupvangi 10 þar sem tjaldsvæði Egilsstaða var áður.