Góð aðsókn í smáskipanám Verkmenntaskólans
Í næsta mánuði mun Verkmenntaskóli Austurlands fyrsta sinni bjóða áhugasömum upp á smáskipanám sem gefur skipstjórnarréttindi á báta minni en fimmtán metrar að lengd. Áhuginn er greinilega til staðar.
Það er hægt að merkja á að 25 einstaklingar hafa skráð sig í námið að sögn Eydísar Ásbjörnsdóttur, skólameistara, en lágmarksþátttaka á námskeiðið sem hefst í byrjun febrúar voru 15 einstaklingar. Það því óumdeilanlega áhugi á náminu sem að stærstu leyti fer fram í fjarnámi þó nemendur þurfi jafnframt að taka verklega þáttinn á staðnum í Neskaupstað tvær til þrjár helgar. Námið einnig opið öllum sem á annað borð hafa lokið grunnskólanámi þó formlegt skírteini sé ekki hægt að fá fyrr en við átján ára aldurinn.
Köll hafa verið annars lagið gegnum tíðina þess efnis að slíkt nám sé í boði hér austanlands en hingað til hafa áhugasamir þurft að halda suður til Reykjavíkur í Tækniskólann til að ná sér í slík réttindi. Nú loks breytist það og sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur lagt hönd á plóg því það hefur gefið samþykki fyrir sérstaka aðstöðu undir stóran siglingahermi sem til þarf í námið við sameiginlegan inngang Verkmenntaskólans og íþróttahússins í Neskaupstað.
Hugsanlega fer smábátunum fjölgandi á Austurlandi nú þegar smábátanám er loks í boði í fjórðungnum. Mynd Fjarðabyggð