Grátt í fjöllum í morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. júl 2023 10:57 • Uppfært 04. júl 2023 10:57
Eftir mikil hlýindi í vor hefur veðrið á Austurlandi snúist við síðustu daga. Grátt var í Gagnheiði þegar Héraðsbúar komu á fætur í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er lægsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag þar, -2,6 gráður.
Á Fjarðarheiði fór hiti einnig undir frostmark snemma í morgun. Hún liggur heldur lægra en Gagnheiðin. Á öðrum austfirskum veðurstöðum virðist hiti hafa haldist yfir frostmarki í nótt.
Stöku sinnum á sumrum gránar til fjalla. Það gerðist um þetta leyti árið 2019 en í fyrra gránaði í fjöll um verslunarmannahelgina.
Ástandið batnar ekki strax. Von er á jafnvel meiri kulda og úrkomu til fjalla næstu nótt. Kuldalegt verður eystra út vikuna en enn sem komið er mjög góð spá, með um 20 stiga hita, bæði laugardag og sunnudag.