Gul veðurviðvörun fyrir hluta Austurlands
Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvörun fyrir norðurhluta Austurlands fyrir daginn í dag en sú viðvörun verður í gildi fram til klukkan 19 í kvöld.
Viðvörun þessi var gefin út fyrir rúmri klukkustund en þar varar Veðurstofan við suðvestan hríð og éljagangi fram að kvöldi á mestöllu Norðurlandi eystra. Vindhviður gætu náð allt að 25 metrum á sekúndu. Spáin gildir ekki um firðina að Vopnafirði undanskildum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og þá fyrst og fremst í akstri á vegum enda er enn mikil hálka víðast hvar eftir mikil hlýindi í gærdag.
Helgarspáin er að öðru leyti ágæt. Hægur en breytilegur vindur framyfir helgina og hiti almennt rétt við eða rétt undir frostmarki. Sólarglenna víðast hvar á morgun og sunnudag.
Viðvörunarkort Veðurstofunnar. Það óvenjulegt að því leyti að það nær hálfhring um landið en ekki inn á hálendið eða firði austurlands. Skjáskot