Gul viðvörun framundir hádegi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. mar 2022 09:16 • Uppfært 09. mar 2022 09:18
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Austfjörðum til klukkan ellefu í dag. Lokað er yfir Fjarðarheiði og mikil úrkoma á Seyðisfirði.
Viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og gildir til ellefu. Samkvæmt veðurspá stendur vindur úr suðri, eða suðaustri, 15-23 m/s með talsverðri úrkomu sem fellur sem rigning á láglendi en slydda eða snjókoma til fjalla.
Það leiðir til slæms ferðaveðurs á fjallvegum. Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað klukkan rúmlega sjö í morgun.
Mesti meðalvindur á landinu í dag er rúmir 30 m/s á Dalatanga. Mikil úrkoma hefur verið víða eystra, í Botnum ofan Seyðisfjarðar var úrkoman komin upp í 32,4 mm klukkan níu í morgun frá miðnætti.