Skip to main content

Gul viðvörun fyrri partinn á morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. mar 2022 12:05Uppfært 16. mar 2022 12:06

Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna hvassviðris og úrkomu fyrri partinn á morgun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði.


Viðvörunin er samhljóma fyrir bæði spásvæðin og gildir frá klukkan níu að morgni til eitt eftir hádegi.

Á þessum tíma er von á suðaustan 15-23 m/s og snjókomu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni sem leiðir til versnandi akstursskilyrða.