Skip to main content

Gul viðvörun í kvöld og nótt

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2022 15:08Uppfært 03. feb 2022 15:08

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörum vegna storms á Austfjörðum í kvöld og fram eftir morgni.


Spáð er norðvestan hvassviðri eða stormi, 18-25 m/s. Hvassast verður sunnan til á svæðinu með hvössum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við dálitlum éljum og skafrenningi með lélegu skyggni.

Viðvörunin gildir frá klukkan níu í kvöld til tíu í fyrramálið.