Gul viðvörun og hætta á rafmagnstruflunum í nótt
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. feb 2022 16:25 • Uppfært 27. feb 2022 16:31
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna lægðar sem gengur yfir landið í nótt. Hætta er af rafmagnstruflunum vegna hennar.
Viðvörun Veðurstofunnar gildir frá klukkan eitt í nótt til sjö í fyrramálið. Spáð er austan og norðaustan 15-23 m/s og snjókomu í nótt. Hún breytist síðan í rigningu í fyrramálið.
Búast má við lélegu skyggni og akstursskilyrðum á þessum tíma um allt Austurland.
Landsnet hefur gefið út viðvörun þar sem líkur sáu á áraun vegna ísingar á rafmagnslinur á Austfjörðum í nótt, einkum ofan 100-200 metra. Eins bendi margt til þess að eldingar geti orðið frá Öræfajökli og austur um Austfirði, einkum milli klukkan 3 og 6 í nótt, vegna skarpra meginskila lægðarinnar.