Gular viðvaranir vegna hríðar í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. apr 2025 08:41 • Uppfært 13. apr 2025 08:41
Gular viðvaranir vegna norðan hríðar tóku gildi í nótt fyrir bæði Austurland og Austfirði. Eftir blíðu síðustu viku vöknuðu Austfirðingar upp við hvíta jörð í morgun.
Hríðinni hefur verið spáð í vikunni en viðvaranirnar voru loks gefnar út seinni partinn í gær. Báðar viðvaranir gilda í 12 tíma, á Austurlandi frá 6-18 og Austfjörðum frá 4-16.
Spáð er norðan 13-18 m/s með snjókomu og skafrenningi, einkum til fjalla. Þetta hefur áhrif á akstursskilyrði. Samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar er hálka eða snjóþekja á austfirskum vegum, jafnt á hálendi sem láglendi,
Áfram er spáð köldu næstu daga, norðaustan á mánudag með él eða slyddu. Hiti verður líkt og í dag í kringum frostmark. Norðanáttir verða síðan ríkjandi í vikunni.
Mynd úr safni.