Hægt en örugglega gengur að hreinsa til í Neskaupstað

Hægt en örugglega gengur að hreinsa til í Neskaupstað eftir það sem á undan er gengið með  snjóflóðahættu um tveggja vikna skeið og mikla ofankomu á skömmum tíma.

Hratt og vel hefur gengið að hreinsa enda orðið marautt. Að sögn upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar, Haraldar Líndal Haraldssonar, er aðaláherslan nú á að hreinsa við íbúðarhúsin við Starmýri og svo er að hluta til eftir að hreinsa við þau hús sem flóðið féll á. Allir séu að leggja hönd á plóginn en ekki er ljóst hvenær hreinsunarstarfinu muni ljúka að fullu að svo stöddu.

Ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands telur enn nokkra hættu til staðar á flóðum á Austfjörðum og þá fyrst og fremst votflóðum vegna rigninga og hlýnunar. Frá og með morgundeginum lækkar þó hættustigið úr „nokkur hætta“ í „lítil hætta.“

Á ferð í Neskaupstað fyrir tveimur vikum höfðu bæjarbúar orð á að snjómagnið minnti á gamla tíma þegar mun meira snjóaði reglulega í bænum en hin síðari ár. Svo mikið var magnið fyrir viku að heilu traktorarnir hurfu nánast í snjóinn. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.