Skip to main content

Hættir eftir áratuga starf fyrir Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. maí 2023 11:37Uppfært 08. maí 2023 11:39

Þóroddur Helgason lætur af störfum sem fræðslustjóri Fjarðabyggðar eftir fimmtán ára starf í byrjun ágúst. Ráðin hefur verið í hans stað Anna Marín Þórarinsdóttir.

Þóroddur er að láta af störfum fyrir aldurs sakir en hann hefur lengi verið áberandi í íþrótta- og félagslífi á Reyðarfirði og mun víðar í sveitarfélaginu. Fyrir utan árin fimmtán sem fræðslustjóri var hann um tuttugu ára skeið skólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði og margir segja Þórodd lykilmann að halda uppi merki íslensku glímunnar síðustu ár og áratugi bæði í sveitarfélaginu og á landsvísu.

Við hans starfi tekur Anna Marín sem fædd er og uppalin á Fáskrúðsfirði. Hún hefur upp á síðkastið starfað sem skólastjóri Nesskóla og þar áður sem aðstoðarskólastjóri í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Hún tekur formlega við af Þóroddi þann 1. ágúst.