Hafbjörg dró vélarvana bát til Norðfjarðar

Hafbjörg, skip björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað, kom laust fyrir klukkan fimm í dag með smábát til hafnar sem missti afl fyrir mynni Seyðisfjarðar.

„Hann var á siglingu þegar hann missti vélarafl og óskaði eftir aðstoð. Aðstæður voru eins góðar og þær gátu verið. Það var engin hætta á ferðum, bátinn rak meðfram landinu og engin hætta á að hann ræki að landi,“ segir Hafliði Hinriksson, félagi í Gerpi sem fór í björgunarleiðangurinn.

Hafbjörg fór frá Norðfirði um klukkan 13:15 og var komin með taug í bátinn um 14:30. Báturinn var þá staddur í mynni Seyðisfjarðar og rak hægt til suðurs.

Um var að ræða tæplega 9 metra langan og sex tonna smábát, Ásgeir ÁR úr Þorlákshöfn. Hafbjörg kom með hann til Norðfjarðar skömmu fyrir klukkan fimm.

Mynd: Björgunarsveitin Gerpir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.