Hafró breytir ekki ráðgjöf um loðnuveiðar
Hafrannsóknastofnun leggur ekki til að gefin verið út loðnukvóti á vertíðinni. Lítil loðna mældist í síðasta mælingaleiðangri sem stóð í vikutíma og lauk í gær. Gert er ráð fyrir að aftur verið farið til mælinga í febrúarmánuði.
Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson voru við loðnumælingar ásamt loðnuveiðiskipunum Polar Ammassak og Ásgrími Halldórssyni í síðustu viku og þar til í gær. Í leiðangrinum varð ekki vart við neina loðnu út af Austfjörðum og lítið magn mældist fyrir utan landið norðaustanvert.
Mesti þéttleiki fullorðinnar loðnu var í námunda við hafsíröndina á svæðinu út af Horni og austur að Kolbeinseyjarhrygg. Það magn sem mældist nú af fullorðinni loðnu var aðeins fjórðungur þess sem mældist í haust er leið. Ætla má að ís hafi komið í veg fyrir að náðst hafi að dekka allt útbreiðslusvæði loðnunnar.
Gert er ráð fyrir að farið verði aftur til mælinga í febrúar með von um að loðnan verði gengin undan ísnum eða að ísinn hafi hopað.